Kílómetrinn á 840 milljónir

Frá Héðinsfjarðargöngum
Frá Héðinsfjarðargöngum mbl.is/Þorgeir

Kostnaður við Héðinsfjarðargöng er áætlaður 840 millj. á km í tilboðum, miðað við uppfærða áætlun. Göngin verða um 11 km löng að meðtöldum vegskálum og heildarkostnaður því áætlaður um 9 milljarðar. Þetta kom fram í svari Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, við fyrirspurn Árna Johnsen þingmanns Sjálfstæðisflokks á þingi í gær.

„Það borgar sig að gera allar samgönguúrbætur á Íslandi,“ segir samgönguráðherra aðspurður um göngin. Hann segir ólíklegt að raunkostnaður fari fram úr áætlunum þó alltaf geti komið eitthvað óvænt upp á. Lægsta tilboð um verktakakostnað við verkið sem barst var upp á 5,7 milljarða í seinna útboði verksins í byrjun ársins 2006, á þáverandi verðlagi. Kristján segir tilboðið mjög gott, 11% undir áætluðum verktakakostnaði. Byrjað var að sprengja fyrir göngunum í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert