Skoðar seðilgjöld opinberra stofnana

Umboðsmaður Alþingis segir, að það tíðkist í einhverju mæli að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti svonefnd seðilgjöld og þá bæði til viðbótar við fjárhæðir gjalda sem ákveðnar eru í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum og einnig vegna þjónustu sem þau veita.

Fram kemur á heimasíðu umboðsmanns, að þegar leitað hafi verið eftir skýringum á þessari gjaldtöku hafi gjarnan verið vísað til þess að þetta væri kostnaður sem greiða þyrfti til bankanna vegna innheimtunnar.

Umboðsmaður segist ætla að bíða niðurstöðu  vinnu, sem hafin er  vegum viðskiptaráðuneytisins til að skoða meðal annars innheimtu seðilgjalda af hálfu fjármálafyrirtækja áður en hann aðhefst frekar vegna töku seðilgjalda hjá opinberum aðilum.

Þá hefur umboðsmaður beint þeirri fyrirspurn til fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hvort fyrirhugað sé af hálfu þessara ráðuneyta að kanna nánar í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld og í hvaða tilvikum fullnægjandi lagaheimild stendur til þessarar gjaldtöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert