Ákveðið að auka loðnukvótann

Loðna veidd við Vestmannaeyjar.
Loðna veidd við Vestmannaeyjar. mbl.is/RAX

Á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar hefur heildaraflamark í loðnu verið aukið um 50.000 tonn af sjávarútvegsráðherra, Einari Kr. Guðfinnssyni. Heildaraflamark er þannig 207.000 tonn og þarf af koma um 152.000 tonn í hlut íslenskra skipa.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnurannsóknir fyrir Suðaustur- og Austurlandi frá því að mælingum lauk vestan við Ingólfshöfða þann 27. febrúar. Á svæðinu austan við Ingólfshöfða mældist loðna einkum í Lónsdjúpi, Litladýpi og á Papagrunni. Á öðrum svæðum sem skoðuð voru fannst einungis lítilsháttar magn. Samtals mældust um 56 þús. tonn af loðnu austan við Ingólfshöfða þar af kynþroska loðna rúm 50 þús. tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert