Víða erfið færð á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum er ófært um Klettsháls, þæfingsfærð og stórhríð á Gemlufallsheiði og einnig á leiðunum til Suðureyrar og Flateyrar. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði og þar er stórhríð og beðið er með mokstur þar. Ófært er á milli Súðarvíkur og Ísafjarðar en mokstur er hafinn.Hálkublettir eru á Hellisheiði og víða í uppsveitum á Suðurlandi.

Hálka eða hálkublettir eru á Vesturlandi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Á Norðurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur og skafrenningur. Hálka og stórhríð er á milli Dalvíkur og Akureyrar. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og mokstur er hafinn.

Flughált er á Austurlandi og óveður er á Fjarðarheiði.

Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir

Framkvæmdir
Vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið.
Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi.


Vegfarendur eru minntir á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar
sé nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega er fólk beðið um að fara
varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur
eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert