Belginn að snúa aftur eftir krossbandsslit

Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. AFP/Javier Soriano

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur staðfest að belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois sé klár í slaginn á nýjan leik eftir krossbandsslit.

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga var fenginn á láni frá Chelsea til að leysa Courtios af þegar hann meiddist en eftir að Spánverjinn meiddist líka fékk Úkraínumaðurinn Andriy Lunin tækifærið í markinu. Hann hefur síðan ekki látið byrjunarliðssætið af hendi.

Real Madrid er í frábærum málum á toppi spænsku 1. deildarinnar en liðið á leik gegn Cádiz um helgina. Þá er liðið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern München en fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 2:2.

„Courtois spilar á morgun en Lunin spilar gegn Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.“

Courtois meiddist rétt fyrir fyrsta leik Real á tímabilinu í ágúst og verður þetta því hans fyrsti leikur á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert