Þrír skákmenn með fullt hús

Þrír skákmenn eru jafnir og efstir með þrjá vinninga að þremur umferðum loknum á Reykjavíkurmótinu í skák.

Ítalski stórmeistarinn Fabiano Caruana vann Svíann Emil Hermansson og er efstur ásamt gríska stórmeistaranum Stelios Halkias, sem vann Norðmanninn Espen Lie, og alþjóðlega meistaranum Inna Gaponenko frá Úkraínu, sem vann Norðmanninn Kjetil A. Lie. Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir Íslendinga með tvo og hálfan vinning. Illya Nyzhnyk frá Úkraínu, sem vann í 2. umferð en gerði ekki jafntefli eins og mishermt var, tapaði sinni fyrstu skák.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert