Minni þjónusta til þess að spara

Flaggað við lögeglustöðina á Hverfisgötu
Flaggað við lögeglustöðina á Hverfisgötu mbl.is/Júlíus

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir lokun lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu fyrir almenningi á kvöldin, næturnar og um helgar ekki hafa áhrif á öryggi almennings. Lokunin þýðir að engin stöð á höfuðborgarsvæðinu verður héðan í frá opin almenningi á kvöldin, næturnar og um helgar. Stefán segir fólk helst leita aðstoðar lögreglu í gegnum síma, svo að á þessum tímum leiti sárafáir í afgreiðslu stöðvarinnar. Lokunina segir hann spara 20 milljónir króna fyrir embættið á hverju ári, en eitt af hlutverkum stjórnenda þess sé að halda sig innan heimilda í fjárlögum.

Fram kom á vef Lögreglufélags Reykjavíkur fyrir helgi að formaður þess og varaformaður furði sig á lokuninni og hafi viðrað þá skoðun á fundi með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, auk þess að ræða við hann um manneklu hjá embættinu.

Lögreglumönnum fækkað

„Lögreglumönnum hefur fækkað á höfuðborgarsvæðinu, nánast í öllum deildum hefur okkur fækkað,“ segir Óskar Sigurpálsson, formaður lögreglufélagsins, í samtali við Morgunblaðið, mannfæðin sé farin að hafa áhrif á getu lögreglunnar til að sinna löggæslustarfsemi á svæðinu. „Það er farið að hafa alvarleg áhrif, þetta er allt of lítið af fólki.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert