Tvö bifhjólaslys samtímis

Tvö bifhjólaslys urðu á öðrum tímanum í gær. Annað á gatnamótum Óseyrarbrautar og Selvogsbrautar í Þorlákshöfn þar sem bíll ók í veg fyrir mótorhjól. Ökumaður hjólsins slasaðist og var fluttur á slysadeild í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð, en hann er ekki í lífshættu. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki.

Hitt slysið varð á Miklubraut í Reykjavík, á móts við Hagkaup í Skeifunni, þar sem ekið var á bifhjólamann. Hann var einnig fluttur á slysadeild Landspítalans og að sögn læknis þar var hann ekki alvarlega slasaður, en líklega handleggsbrotinn. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert