Stjórnarformaður OR vill línur meira ofan í jörðu

Frá Hellisheiði
Frá Hellisheiði mbl.is/ÞÖK

„Ég deili þeirri skoðun með Ástu að það er ákjósanlegt að skoða hvort við getum farið meira ofan í jörðina með raflínur,“ sagði Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, um þau ummæli Ástu Þorleifsdóttur, varaformanns OR, að tími háspennulína sé liðinn og leggja eigi raflínur í jörðu.

Kjartan sagði að það yrði að skoða hvert tilfelli fyrir sig með tilliti til kostnaðar, vegalengdar og umhverfisáhrifa. „Ég er alveg sammála henni um það að í svona lögnum eigum við að líta meira til umhverfisáhrifa en gert hefur verið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka