Tvær konur í stjórn Norðlenska

Tvær konur voru kjörnár í nýja stjórn Norðlenska á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Aðalmenn í stjórn eru: Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur í Garðabæ, en hún er jafnframt nýr stjórnarformaður, Ingvi Stefánsson, bóndi í Teigi, Geir Árdal, bóndi í Dæli, Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli og Heiðrún Jónsdóttir, lögfræðingur í Garðabæ.

Varamenn í stjórn voru kjörin Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Laufási, Gróa Jóhannsdóttir, bóndi á Hlíðarenda og Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum.

Að loknum aðalfundinum í gær kom ný stjórn saman til síns fyrsta fundar og skipti með sér verkum. Auður Finnbogadóttir var kjörin formaður stjórnar, Ingvi Stefánsson er varaformaður, Geir Árdal ritari og Aðalsteinn og Heiðrún meðstjórnendur.

Auður segir á heimasíðu félagsins, að stærsta verkefnið framundan sé að halda sjó í þeim efnahagssveiflum sem eigi sér stað í þjóðfélaginu og muni væntanlega verða eitthvað áfram á þessu ári. Síðan sé auðvitað verkefnið að vinna að áframhaldandi vexti fyrirtækisins.

Fram kemur að Auður þekkti ekki til fyrirtækisins áður en hún var beðin um að taka að sér stjórnarformennskuna.

Norðlenska

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert