Rannsókn á ránum stendur yfir

mbl.is/Július

Rannsókn stendur yfir á tveim ránum, sem framin voru í sitt hvorum söluturninum í Breiðholti í dag og í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Vitni hafa verið yfirheyrð og myndir úr eftirlitsmyndavélum skoðaðar.  Í báðum ránunum var stolið fjármunum en ekki liggur fyrir hversu háar upphæðir er um að ræða.

Í báðum tilvikum réðist maður inn í söluturn, annars vegar í Eddufelli í gærkvöldi og hins vegar í Iðufelli í dag rétt eftir hádegi.  Ræninginn hótaði starfsmönnum með sprautunál í báðum tilvikum, en ekki liggur fyrir hvort sami maðurinn hafi verið að verknaði, að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka