Vegi lokað um Hvalsnes vegna mikils sandfoks

Lokað er um Hvalnes milli Hafnar og Djúpavogs vegna mikils sandfoks. Snjóþekja og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er í Víkurskarði. Hálkublettir og éljagangur er víða við ströndina. Mokstur stendur yfir á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og einnig á Vopnafjarðarheiði, en færð var orðin þungfær þar í dag.  Á Suðurlandi er víðast greiðfært.

Á Vesturlandi er hálkublettir og skafrenningur á Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er éljagangur og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir og éljagangur er í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja og skafrenningur á Mikladal og á Hálfdáni. Mjög slæmt veður er á Klettshálsi.

Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði og hálka og skafrenningur í Oddskarði og á Fagradal, á öðrum leiðum eru auðir vegir. Ófært er á Öxi og á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er víðast greiðfært en sumstaðar skafrenningur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert