Hermenn á heimleið millilentu á Íslandi vegna bilunar

Hundrað bandarískir fallhlífahermenn á leið frá Írak til Bandaríkjanna, urðu að millilenda á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna bilunar í afísingarbúnaði flugvélarinnar sem flutti þá. Hersveitin hefur verið í Írak frá janúar 2007.

Hermennirnir eru í 2. sveit 82. flugsveitar Bandaríkjahers. Þeir áttu að koma til Fort Bragg í Norður-Karólínu í morgun en hafa tafist á Íslandi vegna bilunarinnar, að því er kemur fram á fréttavef blaðsins The Fayetteville Observer.

Dvölin í Írak er sú lengsta sem um getur í sögu 82. hersveitarinnar frá síðari heimsstyrjöld en sveitin var með þeim fyrstu sem send var til Íraks eftir að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, ákvað að fjölga hermönnum í Írak í byrjun síðasta árs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert