Ólöf Pétursdóttir látin

Ólöf Pétursdóttir.
Ólöf Pétursdóttir.

Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, lést 20. mars á Grensási, endurhæfingardeild LSH. Ólöf slasaðist alvarlega og lamaðist frá hálsi í september 2006. Þrátt fyrir þennan alvarlega áverka náði hún undraverðum árangri á Grensási.

Hún fékk því komið til leiðar að Ísland varð fyrsta land í Evrópu sem reyndi bandaríska aðferð við raf8 örvun þindar í stað öndunarvélar. Þessi nýjung hefur nú hlotið viðurkenningu í öðrum Evrópulöndum.

Ólöf tókst á við fötlun sína með mikilli reisn. Hún nýtti alla tækni sem í boði er og var óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hafði um árabil lært myndlist og málað í frístundum. Á Grensási hélt hún því áfram og málaði nú með munninum og náði á skömmum tíma góðum tökum á þeirri aðferð.

Ólöf fæddist í París 8. júlí 1948. Foreldrar hennar voru Marta Thors og Pétur Benediktsson, sendiherra og bankastjóri. Ólöf lauk embættisprófi í lögfræði 1975. Hún starfaði um árabil í dómsmálaráðuneytinu, var fulltrúi sýslumanns í Kópavogi um skeið en síðar héraðsdómari og dómstjóri í Héraðsdómi Reykjaness til dánardags. Ólöf var virk í félagsstörfum lögfræðinga og dómara og gegndi mörgum trúnaðarstörfum, ekki síst í þágu kvenna og barna.

Ólöf giftist Friðriki Pálssyni framkvæmdastjóra. Dætur þeirra eru Marta María og Ingibjörg Guðný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert