Sviku út milljónir

mbl.is/ÞÖK

Talið er að tveir erlendir karlmenn á fertugsaldri, sem voru handteknir í Leifsstöð í gær, hafi náð að svíkja út úr hraðbönkum á fjórðu milljón kr. yfir páskahátíðina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að mennirnir hafi afritað erlend greiðslukort og fært yfir á önnur kort sem þeir notuðu hér. 

Kortasvikin áttu sér stað í hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, sem eru frá Rúmeníu og Þýskalandi, voru á leiðinni til London þegar þeir voru handteknir á flugvellinum. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á mánudag.

Grunur leikur á að fjárhæðin sem mennirnir sviku út sé hærri.

Rannsókn málsins er á frumstigi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert