Varað við óveðri

Varað er við óveðri austur í Mýrdal í dag, en þar er nú hvasst og talsverður skafrenningur. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir að ekki sé þungfært, en að mikil hálka og hvassviðri geti gert ökumönnum erfitt fyrir. 

Veðurstofan varar við stormi við suðurströndina í dag og suðausturströndina í nótt og á morgun. Víða er hálka og skafrenningur á vegum landsins og eru ökumenn hvattir til að sýna aðgát þegar lagt er af stað út á þjóðvegina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert