„Ég hefði átt að vanda mig betur"

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mbl.is

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, segir að hann hafi gert mistök og hann vilji bæta fyrir það meðal annars með því að endurbæta fyrsta bindi bókanna um Halldór Laxness og gefa það út á ný. Hannes segir að honum þyki þetta leitt enda vilji hann vera löghlýðinn borgari. „Ég hefði átt að vanda mig betur."

Þetta kom fram í viðtali við Hannes Hólmstein í Kastljósinu í kvöld. 

Hannes segist vona það að það verði virt að hann vilji bæta fyrir mistök sín. Hann muni að sjálfsögðu greiða ekkju Halldórs Laxness bæturnar sem honum var gert að greiða henni samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Hannes segir að hann vilji læra af mistökum sínum og uni bréfinu frá rektor og gera sitt besta að bæta fyrir þetta sem hann viti nú að var rangt en það hafi hann ekki vitað á sínum tíma.  

Spurður út í málið sem Jón Ólafsson höfðaði gegn honum vegna ummæla sem Hannes birti á vef sínum en þau ummæli hafði Hannes haft uppi í fyrirlestri í Reykholti þá segir Hannes að hann hafi áfrýjað málinu til bresku lávarðadeildarinnar en hann viti ekki hvort lávarðadeildin muni taka málið upp.

Segist Hannes vera sannfærður um að ef Jón hefði höfðað fyrir íslenskum dómi þá hefði hann verið sýknaður. Hannes segist telja að hann verði að fara að taka námskeið í lögfræði því í báðum tilvikum hafi hann talið sig gera rétt.

Að sögn Hannesar í Kastljósi í kvöld hefur hann greitt samtals 23 milljónir í málskostnað vegna málsins sem Jón höfðaði gegn honum og málinu sem Auður vann í Hæstarétti. Að sögn Hannesar á hann eftir að greiða 7 milljónir þessu til viðbótar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert