Áfjáðir í íslenska jeppa

Það færist í vöxt að útlendingar vilji aka sjálfir um íslenska náttúru í breyttum jeppum. Íslendingar breyta ökutækjunum sem eru síðan geymd hér á meðan þau eru ekki í notkun. Framkvæmdastjóri Fjallasports sér mikil viðskiptatækifæri í þessu fyrir Íslendinga og spáir því að þetta muni koma til með að aukast í framtíðinni.

Um síðustu helgi fór hann með tvær norskar fjölskyldur, alls níu manns, í Landmannalaugar í jeppaferð, en Norðmennirnir voru komu hingað til lands gagngert til að fara á fjöll. Myndatökumaður mbl.is slóst í för með þeim og myndaði ferðalagið.

Að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra Fjallasports, fengu Norðmennirnir mikið fyrir sinn snúð. Veðrið var með besta móti og þá fengu ferðamennirnir meðal annars að sjá það hvernig íslenskir jeppamenn setja stærðarinnar jeppadekk aftur á felgurnar, en það getur komið fyrir að dekkin fari af felgunum sé of lítið loft í dekkjunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert