Fjórir fluttir á slysadeild

mbl.is/Július

Tiltölulega rólegt var í miðborginni í nótt þrátt fyrir að nokkuð var um pústra og líkamsárásir. Fjórir fóru á slysadeild til aðhlynningar eftir slagsmál. Talsverður fjöldi fólks í miðborginni og biðröð eftir leigubílum fram á morgun. samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
 
Öryggisvörður í verslun 10/11 Austurstræti  var sleginn með flösku í höfuðið en árásarmaðurinn var handtekinn og gistir fangageymslur. Þurfti að leggja öryggisvörðinn inn á sjúkrahús en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um líðan hans.

Sjö gista fangageymslur lögreglunnar sökum ölvunar og óláta, tveir af þeim mega búast við sekt vegna framferðis síns í miðborginni.
 
Fimm voru stöðvaðir grunaður um ölvun við akstur og einn var stöðvaður  grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert