Slasaðist þegar dínamít sprakk

Vinnuvélin, sem notuð var við að meitla grjótið þegar dýnamítið …
Vinnuvélin, sem notuð var við að meitla grjótið þegar dýnamítið sprakk. Myndin er tekin af vef lögreglunnar.

Karlmaður slasaðist á hendi þegar dýnamít sprakk í skurði í Kambalandi í Hveragerði í síðustu viku.Maðurinn var í skurðgröfu að meitla grjót í skurði þegar allt í einu varð sprenging og grjót þeyttist í framrúðu gröfunnar. 

Að sögn lögreglunnar á Selfossi fékk yfir sig glerbrot og hlaut skrámur í andliti og höndum. Meiðslin voru talin minni háttar og fór maðurinn á eigin vegum til læknis.

Lögreglan segir, að  þremur vikum fyrr hafi verið notað dýnamít til að sprengja í skurðstæðinu og  allt bendi til að ein túpan hafi ekki sprungið þegar sprengt var en hún sprungið þegar meitillinn hjó í hana. 

Vinnueftirlit ríkisins kom á vettvang til rannsóknar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert