Baugsmálið flutt í Hæstarétti

Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Baugs, og Jóni Geraldi Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, betur þekkt sem Baugsmálið, er á dagskrá Hæstaréttar 14. og 15. maí næstkomandi.

Settur ríkissaksóknari í þessu máli er Sigurður Tómas Magnússon og verjendur eru hinir sömu og þegar málið var flutt í héraði, þ.e. Gestur Jónsson fyrir Jón Ásgeir, Jakob R. Möller fyrir Tryggva Jónsson og Brynjar Níelsson fyrir Jón Gerald.

Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson dæma málið í Hæstarétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert