Dregið stórlega úr kamfýlóbaktersýkingum

Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að náðst hafi gríðarlega góður árangur við að draga úr kamfýlóbaktersýkingum í fólki hér á landi og aðgerðir innlendra framleiðenda fuglakjöts hafi skilað miklum árangri.

Fram hafa komið áhyggjur af hugsanlegri kamfýlóbakter í innfluttum kjúklingum þegar leyft verður að flytja inn hrátt kjöt með væntanlegum breytingum á matvælalöggjöfinni. Haraldur segist hafa heyrt af áhyggjum manna af þessu.

Kjúklingabændur hafa lagt mikið á sig

„Við höfum verið með sérstakar aðgerðir vegna kamfýlóbakter í fuglakjöti og ég held að það séu ekki viðhafðar sambærilegar aðgerðir í Evrópusambandinu en þokkalegt eftirlit sé með salmonellunni. Kjúklingabændur hér á landi hafa lagt sig mikið fram við að minnka líkurnar á því að kamfýlóbakter komist út á markaðinn og lagt í það mikinn kostnað og ef síðan er hægt að flytja inn kjöt sem ekki lýtur þeim ströngu eftirlitsaðgerðum sem hér eru viðhafðar, þá er komin einhver skekkja í þetta,“ segir Haraldur.

Haraldur segir að menn þurfi að skoða hvaða möguleikar verði í framtíðinni á að fylgjast með kjöti sem flutt er inn. „En þetta verður skoðað þegar þar að kemur. Við erum með auga á þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert