Vorið kemur á þriðjudag

Það styttist í sumardaginn fyrsta
Það styttist í sumardaginn fyrsta mbl.is/Kristinn

Þeir sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma,“ segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft.

Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 2–3 vikur. „Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumarbústaðnum og taka til,“ segir Árni.

Í dag er spáð góðu veðri en á morgun er von á snjókomu eða slyddu. En svo kemur vorið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert