Engir greindust með sárasótt á síðasta ári

Tólf sjúklingar greindust með legíónellusýkingu á síðastliðnu ári samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala. Legíónellubakterían veldur hermannaveiki, sem er alvarlegur sjúkdómur hjá þeim sem eru veikir fyrir og getur leitt til dauða.

Í Farsóttafréttum segir, að þetta bendi til þess að sárasótt hafi ekki náð útbreiðslu hérlendis en í stórborgum erlendis hafi sárasótt ásamt öðrum kynsjúkdómum farið hratt vaxandi. Séu karlmenn sem stunda kynlíf með körlum sérstakur áhættuhópur að þessu leyti.

Fjöldi þeirra sem greinist með lekanda hefur farið vaxandi síðastliðin ár. Lekandi er algengari sjúkdómur en sárasótt og segir landlæknisembættið að hann endurspegli því fyrr breytingar í kynhegðun manna en sárasóttin, en telja megi líklegt að aukin áhættuhegðun liggi að baki fjölgun lekandatilfella.

Forsendur fyrir sárasóttarsmiti ásamt öðru kynsjúkdómasmiti virðist þannig hafa vaxið, ekki síst vegna aukins fjölda sárasóttartilfella í stórborgum erlendis og sífellt vaxandi ferðaþrár Íslendinga. Af þeim sökum segist sóttvarnalæknir vilja hvetja landsmenn til varúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert