35 Íslendingar hlaupa til styrktar flogaveikum börnum

Hlaupahópurinn kennir sig við Laugar og hefur æft stíft í …
Hlaupahópurinn kennir sig við Laugar og hefur æft stíft í vetur fyrir maraþonið í Boston. mbl.is/Golli

„Ég á flogaveika dóttur og fannst mér bera skylda til að vekja athygli almennings á þessum alvarlega sjúkdómi, koma flogaveikinni úr skugganum,“ segir Sigrún Erlendsdóttir sem næstkomandi mánudag mun, ásamt 34 hlaupafélögum sínum, hlaupa maraþon í Boston í Bandaríkjunum til styrktar flogaveikum börnum og Landssambandi áhugafólks um flogaveiki, LAUF.

Boston-maraþonið er eitt það stærsta í heiminum og í ár taka um 25 þúsund hlauparar þátt í því. Þetta er í 112. sinn sem hlaupið fer fram. „Ég komst að því þegar dóttir mín greindist með flogaveiki árið 2005, þá fjögurra ára gömul, að það vantar tilfinnanlega fræðslu og umræðu í þjóðfélaginu um stöðu flogaveikra, ekki síst flogaveikra barna, takmarkaða þátttöku þeirra í félagslífi, ferðalögum og íþróttum.“

Á hverju ári greinast milli 40 og 50 börn með flogaveiki á Íslandi eða nærri eitt á viku. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert