Leggur til að lundinn verði friðaður í ár

mbl.is/Ómar

Erpur Snær Hansen, hjá Náttúrustofu Suðurlands, leggur til að lundi í Vestmannaeyjum verði friðaður í ár. Þá segir hann, að ef veiðar verði leyfðar í sumar leggi hann til að veiðin verði takmörkuð við 100 fugla á mann.

Erpur Snær segir við blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum, að hann hafi að undanförnu verið að draga saman í skýrslu það sem sjá megi um ástand lundastofnsins og þá sérstaklega árgangana 2005 til 2007. Mun hann fjalla um skýrsluna á málþingi um lunda- og sandsílastofnana í Eyjum á sunnudag.

Erpur segir að það vanti nær alveg tvo árganga í stofninn, 2005 og 2006 og árið 2007 hafi einnig verið mjög slæmt. Eini veiðistofninn í ár verði því fugl af 2004 árganginum, hina vanti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert