Formleg opnun Holtagarða

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi ásamt Páli Benediktssyni frá Landic Properties, …
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi ásamt Páli Benediktssyni frá Landic Properties, opnuðu Holtagarða formlega. mbl.is/Eggert

Verslunarmiðstöðin Holtagarðar var formlega opnuð í dag kl. 13 eftir mikla stækkun og gagngerar endurbætur. Búið er að tvöfalda stærð verslunarhúsnæðisins, úr um 10.000 í 20.000 fermetra. Bætt var við heilli hæð og bílastæðum fjölgað.

Fjölmargar verslanir eru í Holtagörðum og hafa nokkrar þeirra þegar verið opnaðar, t.d. Hagkaup, Bónus, Eymundsson og Max og um helgina bætist verslunin Habitat við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert