Aðgerðarsinni fyrir dóm

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn stofnanda samtakanna Björgum Íslandi, sem ákærður var fyrir eignaspjöll, fer fram fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag – dómþingið er þó háð í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir að hafa valdið skemmdum á lögreglubifreið við mótmælabúðir við Snæfell í júlílok árið 2006.

Í tilkynningu samtakanna segir að um sé að ræða farsakennd lögregluréttarhöld. Maðurinn hafi ekki valdið skemmdunum, en bílnum hafi verið ekið á hann, skyndilega og án nokkurrar viðvörunar. „Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður.“

Maðurinn kærði lögregluþjóninn sem ók bílnum, en ekki þótti ástæða til rannsóknar. Í kjölfarið var maðurinn kærður fyrir eignaspjöll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert