Pukur ekki að undirlagi ráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, svaraði á Alþingi í dag neitandi þeirri spurningu hvort það væri með hennar vitund og vilja að Ríkisútvarpið ohf. hefur neitað að veita fjölmiðli upplýsingar um launakjör yfirmanna hjá stofnuninni.

Vísir.is hefur reynt að fá upplýsingar um laun þeirra Þórhalls Gunnarssonar og Sigrúnar Stefánsdóttur, sem bæði yfir yfirmenn hjá Ríkisútvarpinu ohf. 

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, spurði á Alþingi í dag hvort þetta pukur RÚV væri með vitund og vilja  menntamálaráðherra. Vísaði hún til þess, að samkvæmt lögum um RÚV ofh. heyrir stofnunin undir upplýsingalög.

Þorgerður Katrín svaraði með einu orði: Nei. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert