Lögregla hótar handtökum

mbl.is/Júlíus

Lögregla hefur hótað atvinnubílstjórum, sem loka Suðurlandsvegi, handtökum færi þeir ekki bíla sína. Þá hótar lögregla að láta draga burtu bílana færi bílstjórarnir þá ekki. Bílstjórar segjast hins vegar hvergi ætla að fara samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem er á staðnum.

Atvinnubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi klukkan níu í morgun og er lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. Þar eru nú átta lögreglubílar og fjögur lögregluhjól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert