Uppsagnir hjá Símanum og Mest

Steypustöðin Mest segir upp 30 manns nú um mánaðarmótin og Síminn er að segja upp nokkrum starfsmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er unnið að hagræðingu í rekstri enda finnur Síminn fyrir samdrætti í þjóðfélaginu líkt og önnur fyrirtæki, að sögn Lindu Bjarkar Waage, forstöðumanns samskiptasviðs.

Ekki er um hópuppsagnir að ræða hjá Símanum en auk þess að einhverjum hafi verið sagt þá hafa aðrir verið færðir til í starfi og ekki ráðið í þær stöðu sem losna.

Hjalti Már Bjarnason, framkvæmdastjóri Mest, segir að uppsagnirnar tengist hagræðingu í rekstri en fyrirtækið hafi fundið fyrir því líkt og flest fyrirtæki í þjóðfélaginu að samdráttarskeið er hafið.

„Við erum að takast á við það umhverfi sem er framundan á byggingamarkaðnum. Það er orðið þröngt um fjármuni sem gerir okkar viðskiptavinum mjög erfitt fyrir í lánakerfinu. Við fáum greitt seint og illa þannig að staðan er orðin mjög þung og því grípum við til þessarar neyðarráðstöfunar," segir Hjalti Már.

Að sögn Hjalta störfuðu rúmlega 220 manns hjá fyrirtækinu áður en til uppsagnanna kom. 

 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er Mest eina fyrirtækið sem tilkynnt hefur um fyrirhugaðar hópuppsagnir um þessi mánaðarmót.

Reglur sem gilda um hópuppsagnir
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert