Uppsagnirnar standa

Hjúkrunarfræðingarnir sem höfðu sagt upp frá og með 1. maí …
Hjúkrunarfræðingarnir sem höfðu sagt upp frá og með 1. maí segjast ætla að standa við þær. mbl.is/Ómar

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum á Landsspítala segjast ekki sjá sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að fresta uppsögnum, sem taka eiga gildi 1. maí. Þetta var ákveðið á fundi hjúkrunarfræðinga nú síðdegis. Ekki hafa fengist viðbrögð frá stjórnendum sjúkrahússins enn.

„Ekkert hefur komið fram sem bendir til samningsvilja yfirmanna um að hvikað verði frá fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi. Við vísum ábyrgð á því ástandi sem kann að skapast á hendur yfirmanna og heilbrigðisráðherra um leið lýsum við vantrausti á yfirstjórn LSH.

Skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar sjá sér ekki fært að halda áfram störfum undir þessum kringumstæðum þar sem við teljum að eingöngu sé verið að fresta vandamálinu til 1. október," segir í yfirlýsingunni, sem var lesin upp á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Reykjavík nú síðdegis.

Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær, að fresta til 1. október breytingum á vaktakerfi, sem áttu að taka gildi 1. maí.  Anna Stefánsdóttur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, sögðu á blaðamannafundi í gær, að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hagsmuni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyrirkomulagið samrýmdist þeim kröfum sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Björn sagði að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert