Févíti fyrir brot gegn ráðningarsamningi

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrum starfsmann fyrirtækis til að greiða fyrirtækinu 1,3 milljónir króna í févíti fyrir að brjóta gegn ákvæðum ráðningarsamnings. Maðurinn skuldbatt sig til þess að hefja ekki störf hjá samkeppnisaðila á sama rekstrarsviði í tvö ár eftir starfslok en stóð ekki við það.

Maðurinn starfaði hjá Office 1 Superstore en árið 2007 sagði hann upp störfum og réði hann sig hjá fyrirtækinu A4. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að um sambærileg störf væri að ræða og að ákvæðið í ráðningarsamningnum hefði ekki skert atvinnufrelsi mannsins með ósanngjörnum hætti. 

Samkvæmt ráðningarsamningnum varðaði brot gegn ákvæðinu  févíti allt að 10% af föstu mánaðarkaupi fyrir hvern dag. Mánaðarlaun mannsins voru 200.000 krónur í upphafi en hækkuðu síðar í 400.000 krónur. Office 1 krafðist þess að maðurinn greiddi 40.000 krónur á dag í tvö ár eða 730 daga, samtals 29,2 milljónir króna auk vaxta. Dómurinn ákvað hins vegar að hæfilegar bætur væri 1,3 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert