Þyrla notuð við ræningjaleit

Lögreglumaður og sigmaður Landhelgisgæslunnar athuga eina gjótu.
Lögreglumaður og sigmaður Landhelgisgæslunnar athuga eina gjótu. mbl.is/Steinn Vignir

Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til að aðstoða við leitina að bankaræningjanum sem rændi útibú Landsbankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. „Þyrlan nýtist vel við leit í hrauninu, það er svo mikið af gjótum þarna," sagði varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um borð í þyrlunni er lögreglumaður frá umferðarlögreglunni ásamt áhöfn og er farið kerfisbundið yfir leitarsvæðið. 

Að sögn framkvæmdastjóra útibúsins varð starfsfólk Landsbankans mjög óttaslegið er maðurinn réðist þar inn í morgun og ógnaði því með hnífi.

Óskað var eftir aðstoð leitarhunda björgunarsveita en ekki er vitað hvort þeir hafi tekið þátt í leitinni að svo stöddu. 

Þyrlan við leit í morgun.
Þyrlan við leit í morgun. mbl.is/Sveinn Vignir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert