Gáfu rauða borða til að sýna samstöðu með vörubílstjórum

Hópur kvenna kom saman við Esso söðina í Ártúnsbrekku til …
Hópur kvenna kom saman við Esso söðina í Ártúnsbrekku til þess að sýna samstöðu með vörubílstjórum. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Hópur kvenkynsvörubílstjóra kom saman á Bensínstöðinni N1 á Ártúnshöfða klukkan sex í dag í því skyni að sýna samstöðu með öðrum vörubílsstjórum.  Þær gáfu þeim sem vilja styrkja vörubílstjóra í baráttu sinni, rauða borða til þess að hengja á bíla sína. 

Að sögn Einars Árnasonar, talsmanns vörubílstjóra voru þetta konur sem starfa sem vörubílstjórar en geta ekki tekið þátt í mótmælaaðgerðum þar sem þær starfa annars staðar.  Með þessum aðgerðum vilja þær að sýna starfsbræðrum sínum samhug.  „Þær gáfu rauða borða þeim sem vilja sýna okkur samstöðu í baráttumálum vörubílstjóra og almennings í landinu," sagði Einar.

Að sögn Einars tók fólk mjög vel í aðgerðir kvennanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert