Tíu börn fengu viðurkenningar fyrir teikningar

Úrslit liggja fyrir í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins. Mjólkursamsalan stendur fyrir keppninni en þátttakendur eru nemendur í 4. bekk í grunnskólum landsins. Mikill fjöldi teikninga barst í keppnina en tíu nemendur fengu viðurkenningu fyrir teikningar sínar. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, samkvæmt tilkynningu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra er formaður dómnefndar teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Hún tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun í samkeppninni. Verðlaun er veitt fyrir þær tíu myndir sem þóttu skara fram úr. Hver verðlaunahafanna fékk 25 þúsund krónur, sem renna í bekkjarsjóð vinningshafana.

Vinningshafarnir eru: Bjarney Björt Björnsdóttir, Fellaskóla á Fljótdalshéraði; Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, Fellaskóla á Fljótdalshéraði; Álfey Sól Haraldsdóttir, Hvaleyrarskóla; Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir, Grunnskóla Hornafjarðar; Andrea Thorsteinsson, Flúðaskóla; Camilla Rós Þrastardóttir Grunnskóla Stykkishólms; Hróbjartur Höskuldsson, Hvassaleitisskóla; Kjartan Tryggvason, Hvassaleitisskóla; Arngrímur Guðmundsson, Hlíðaskóla og Anna Jónína Guðmundsdóttir, Grunnskóla Önundarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert