„Svo var öskrað út, út!“

Anna María Björnsdóttir.
Anna María Björnsdóttir.

„Við vorum að leggja okkur úti í bakgarðinum þegar við byrjuðum að hristast. Svo var öskrað út, út! Við hlupum svo berfættar út á götu í gegnum bakgarðinn. Þetta var svo sterkur skjálfti að allir voru mjög skelfdir,“ sagði Anna María Björnsdóttir, um upplifun þeirra vinkvennanna Snjólaugar Jóhannsdóttur af skjálftanum í Kína í gær.

Þær voru staddar í borginni Chengdu um 92 km frá upptökum skjálftans, sem reið yfir um klukkan hálfþrjú að staðartíma í gærdag.

„Við vorum á götunni í klukkutíma því það þorði enginn að fara inn. Skjálftinn stóð yfir lengi, jafnvel eina og hálfa mínútu. Það eru margir Kínverjar sem sofa úti á götunum. Flugvöllurinn og lestarstöðin eru lokuð svo það er ekki hægt að komast neitt,“ sagði Anna María, sem sagði borgina hafa sloppið tiltölulega vel í skjálftanum mikla í gær. „Hér hafa engin hús hrunið. Heimamenn áttuðu sig ekki á þessu til að byrja með. Það er langt síðan það fannst jarðskjálfti í borginni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert