Jarðskjálftahrina við Upptyppinga

Jarðskjálftar við Upptyppinga undanfarin misseri. Kortið er tekið af vef …
Jarðskjálftar við Upptyppinga undanfarin misseri. Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar.

Fáeinir grunnir skjálftar,  með upptök um 5-6 km nornorðaustur af Upptyppingum, mældust dagana 11. og 12. maí. Á þesum slóðum hafa mælst grunnir skjálftar allt frá árinu 2005 en Veðurstofan segir, að skjálftarnir eru utan við meginupptakasvæði Upptyppingahrinunnar sem hófst í febrúar 2007.

Veðurstofan segir, að þessir grunnu skjálftar um helgina séu því ekki til marks um breytingu á skjálftahrinunni við Upptyppinga og Álftadalsdyngju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert