Lögreglan rannsakar veffærslur

Lögreglan hefur nú til rannsóknar tvær veffærslur, sem unglingar virðast hafa skrifað á samskiptavef. Í annarri segir 15 ára stúlka frá kynferðislegum árásum fósturföður síns, sem hafi staðið yfir í 7 ár, og í hinni segir unglingspiltur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann fari yfir um og skjóti bekkjarfélaga sína. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Haft er eftir Björgvin Björgvinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, að lögreglan muni rannsaka færsluna um stúlkuna en hægt er að rekja færsluna til tölvunnar sem hún er send úr.

Þá segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, að skrif piltsins verði einnig rannsökuð en full ástæða sé til að taka þau alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert