Verð á íbúðum lækkar áfram

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, lækkaði í apríl um 1,7 prósent frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 3 prósent og síðastliðna 6 mánuði hefur vísitalan lækkað um 3 prósent. Ef litið er til síðustu tólf mánaða hefur vísitala íbúðaverðs samt hækkað um sjö prósent, enda fór íbúðaverð ekki að lækka fyrr en í ár. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert