Verðmætasta verkið á kínverskri sýningu skemmdist

 „Eigandinn tekur þessu með stóískri ró,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, um skemmdir sem urðu á dýrasta listaverki sýningarinnar Augliti til auglits við Kína sem hófst í safninu á föstudag.

Starfsmenn safnsins tók eftir skemmdinni að kvöldi laugardags, en sýningin hafði verið opnuð kl. 13 sama dag. Verkið sem hruflaðist heitir Faðir og dóttir (2006-2007) og er eftir listamanninn Zhang Xiaogang sem Hannes segir vera einn eftirsóttasta nútímalistamann Kína.

Skemmdin sem um ræðir er lítil rispa, um 2 cm löng, sem varð á verkinu á kraga föðurins „Það er alveg klárt mál að óhappið hefur gerst á opnun sýningarinnar. Opnanir eru alltaf hættulegur tími þegar múgur og margmenni er hérna inni. Án vafa hefur einhver gesturinn rekist í verkið,“ segir Hannes. Þótt skemmdin virðist ekki alvarleg segir Hannes um lýti á verkinu að ræða.

„Þetta er ekki skemmd sem æpir á þig, en pirrar menn eins og mig alveg hrikalega, líkt og argasta stafsetningarvilla,“ segir hann og bætir við að atburður sem þessi sé eitthvað það ömurlegasta sem söfn geta lent í. Það gerir svo illt verra að um eitt fagurfræðilega viðkvæmasta verkið á sýningunni er að ræða. „Þetta er skemmd sem verður pottþétt hægt að gera við, en þetta óhapp er sérstaklega leiðinlegt í ljósi þess að sýningin á Akureyri er upphafið á mikilli vegferð verkanna um allan heim,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert