Grafið fyrir nýrri akrein

Byrjað var að grafa yfir akreininni í gær.
Byrjað var að grafa yfir akreininni í gær. mbl.is/Júlíus

Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka akrein fyrir almenningsvagna og leigubíla á Miklubraut i Reykjavík og á hún að ná allt frá Skeiðarvogi að Kringlunni. Nýja akreinin mun tengjast strætóreininni við Kringluna, sem nær niður að Lönguhlíð.

Samhliða þessum framkvæmdum á að gera endurbætur á gatnamótum Miklubrautar við Háaleitisbraut og Grensásveg til að auka öryggi gangandi vegfarenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert