Lifað á yfirdráttarlánum

mbl.is

Þeim sem leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna vegna neyslulána hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra. „Maður verður var við að ungt fólk með börn hefur skuldsett sig mikið á stuttum tíma,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður ráðgjafarstofunnar.

Hún bendir á að fólk hafi keypt fasteignir á 100 prósenta lánum og láti afborgarnir af þeim ganga fyrir. „Auðvitað reynir fólk að greiða af þeim. Það er jafnvel með lánsveð hjá foreldrum sínum. Þetta leiðir til þess að fólkið þarf að taka yfirdráttarlán í banka fyrir rekstri heimilisins.

Þetta eru mjög óhagstæð lán til lengri tíma því að þau eru með háum vöxtum. Þau eru hins þægileg að því leyti að ekki þarf veð fyrir þeim og það þarf heldur ekki að þinglýsa þeim. En fólk veltir vandanum á undan sér. Þegar það fær ekki lengur meiri yfirdrátt er það komið á endastöð. Þessi þróun hefur verið áberandi að undanförnu,“ greinir Ásta frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert