Aðeins 13 gráður í borginni

mbl.is/Kristinn

Mikill fjöldi lagði leið sína í Laugardalslaugarnar í dag, þar sem frítt er í sund, líkt og víða á landinu í tilefni af Degi barnsins, sem er í dag. Einnig er af sama tilefni efnt til keppni í sandkastalabyggingum, gönguferðir, náttúruskoðun og fleira.

Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.dagurbarnsins.is

Samkvæmt vef Veðurstofunnar var ekki nema 13 stiga hiti í borginni klukkan 15, en mun hlýrra fyrir norðan og austan. 19 gráður á Akureyri og Egilsstöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert