Verkefnið að verja árangur undanfarinna ára

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Frikki

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um heimild til allt að 500 milljarða króna erlendrar lántöku á árinu til að efla gjaldeyrisforðann. Hann sagði, að verkefnið nú væri að verja þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum og styrkja grunninn fyrir áframhaldandi þróun.

Árni sagði, að flest viðskiptalönd Íslendinga væru að glíma við samstofna vandamál og Íslendingar en það vandamál ætti rætur að rekja til undirmálslána á bandarískum fasteignamarkaði.

Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt fyrir þinghlé í vikulokin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert