Kópavogur sker upp herör gegn veggjakroti

Unnið að hreinsun á veggjakroti í miðbæ Kópavogs í dag.
Unnið að hreinsun á veggjakroti í miðbæ Kópavogs í dag.

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að veita allt að 20 milljónum króna á þessu ári til að hreinsa veggjakrot og annan viðlíka óþrifnað af mannvirkjum í eigu bæjarfélagsins.

Settur hefur verið á fót sérstakur vinnuflokkur á vegum áhaldahússins til að hreinsa eigur bæjarins, hús, girðingar, undirgöng og fleira, ásamt sérhæfðum verktökum á tilteknum sviðum. Meðal annars hefur áhaldahúsið keypt öflugt háþrýstitæki í þessu skyni. Miðað er við að hreinsunarátakið standi til ársloka en þá verði árangurinn af því metinn og ákveðið hvort grípa þurfi til frekari úrræða.

Kópavogsbær kærir þá til lögreglu sem eru staðnir að spellvirkjum á eignum bæjarins og leggur fram skaðabótakröfu á hendur þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert