Þjónustumiðstöðvar opnaðar í morgun

Tvær þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur jarðskjálftanna í Árnessýslu voru opnaðar í morgun, önnur í Tryggvaskála á Selfossi og hin í húsnæði Rauða krossins við Austurmörk í Hveragerði. 

Til þjónustumiðstöðvarinnar geta allir leitað sem þurfa aðstoð eða leiðbeiningar vegna afleiðinga jarðskjálftanna.

Þjónustumiðstöðvarnar eru opnaðar í samæmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær, sem m.a. byggir á grein í nýjum lögum um almannavarnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert