20 mánaða fangelsi fyrir hnífaárásir

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að stinga þrjá menn með hnífi og sparka í andlit fjórða mannsins. Þá var  hann dæmdur fyrir að selja fíkniefni og aka  undir áhrifum fíkniefna. 

Hnífaárásirnar voru framdar á Akureyri að morgni laugardags í nóvember á síðasta ári. Í niðurstöðu dómsins segir, að maðurinn hafi sveiflað hnífi og slegið frá sér hingað og þangað, þar sem mikill atgangur var og hefði hæglega getað farið verr. Hann hafi  ekkert gert til að bæta fyrir þessi brot sín gagnvart brotaþolum. 

Við refsiákvörðun var hins vegar horft til þess að maðurinn sé tiltölulega ungur að árum en hann var tvítugur þegar brotin voru framin. Þá hafi hann á síðustu vikum leitast við að snúa lífi sínu til betri vegar, gengið til geðlæknis, tekið lyf og sæki viðtöl á vegum SÁÁ.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða einu fórnarlambanna 600 þúsund krónur í bætur, öðru 200 þúsund krónur og því þriðja 150 þúsund krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert