Utanríkisráðherra: Umfang ekki í samræmi við tilefnið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mbl.is/Frikki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Baugsmálsins þar sem fram kemur að hún telji bersýnilegt að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið.

Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar vegna málalykta í Hæstarétti í gær:

„Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert