Stöðugir eftirskjálftar

Eftirskjálftavirknin Í Ölfusi og Flóa hefur verið nokkuð stöðug síðasta sólarhringinn. Enn mælast að meðaltali um 20 skjálftar á klukkutíma, en flestir mjög smáir. Stærstu skjálftarnir eru um 2,7 að stærð, skv. upplýsingum Steinunnar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands.


Virknin síðasta sólarhring hefur að mestu verið á sprungunum þar sem stóru skjálftarnir voru í síðustu viku og á svæðinu við Hjallahverfið og vestur að Geitarfelli, en á því svæði varð skjálfti að stærð 5 árið 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert